jæja.. er ekki kominn tími að láta vita af sér....

Jæja síðasta blogg var á aðfangadag... og enginn hefur kvartað svo það les þetta enginn....

auðvita hefur nú eithvað drifið á dagana síðan þá... þá fyrst má nú nefna að 22.des, 2 dögum áður en ég bloggaði, þá velti ég gröfu... af gerðin CAT 318 hjólavél...  hélt ég hefði nú sloppið með skrámur en reyndist rifbeinsbrotinn en ekki fyrr en 2 jan... soldið bont..  29 var svo árshátíð hjá jobbunum.(austurpól) sem var nú bara anskoti gaman og endaði það með balli í valhöll, þar sem paparnir léku fyrir dansi... ekki var nú mikið dansað sökum rifbeinsins...

síðan komu áramór... skrítnustu áramót sem ég hef uplifað lengi... þar sem þetta eru fyrstu áramótin síðan ég hætti í björgunarsveitinni... engin flugelda sala, engin flugelda sýning..  þakka guði fyrir það því þetta er nú ein glataðasta sýning sem hefur verið.. og sannast nú orðtakið sem maður hefur heyrt árlega "sýningin í fyrra var betri"

áramótaballið (diskóið) var til skammar og var þetta bara eit það lélegasta sem ég hef lent á í mörg ár...

Nýtt ár...  var frá vinnu fyrstu vikuna á nýju ári... fyrir utan 2 jan...  át volteren og reyndi að laga á mér skrokkinn..  skrítin var sú tilfinning að fara að vinna aftur á gröfum... sérstaklega á þeirri sem ég velti upp á sama haug og ég velti framaf... en það hafðist... :)

vinnan hefur svo bara verið í rólegri kantinum . 8 til 17 við að reysa skemmu og í viðhaldi...  gengur bara alveg glimrandi að klára skemmuna... hurðarnar komnar upp og því hægt að fara að grafa langir inni...

meyra er nú ekkij að frétta.

Kv Kristján..

p.s vonandi fer nú eitthvað spennandi að gerast í þessu lífi :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband