Þetta þýðir að það er eithvað að gerast :) Já ég er staddur í Hollandi

jæja langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér inn.. en næstu daga dvel ég í Hollandi... Landi villtra meyja og ofskynjunarsveppa.. fer víst hver að verða síðastur að meiga kaupa þá hér löglega.. hehe

En já að ferðinni aðeins.. kom hingað í morgun og er staddur á A4 4stjörnu hóteli rétt hjá schipphol flugvelli.. á morgun  mánudag kemur svo einhver Rik van der Tool að sækja mig á þetta hótel og þá fer ég víst eitthvað út í sveit... jam skemmtilegt að ég sagði sveit.. því eins og frægur  maður sagði í ónefndri mynd " Daníel, eigum við ekki að láta landbúnaðinn njóta krafta okkar um skeið?" og ætla ég að svara þessu  játandi.. :) Tilgangur minn hér í hollandi er að læra að mjólka kýr... já þið lásuð rétt... mjólka.... en ég ætla ekki að nota gömlu mjaltavélarnar sem reyndust illa í Kongó...  heldur er ég að fara að læra á Robot... mjólkur róbót sem hefur reynst vel um alla heim... hann er frá fyrirtæki sem heitir LELY og er hollenskt...  þannig að næstu 2 vikur verð ég í skítnum hehe nei segi svona það eru víst engar kýr í verksmiðjunni... :)  svo 25 okt fer ég til Barcelona þar sem ég hiti fyrir creewið hjá vélaborg og slæst í för með þeim á árshátiðna... mikið gaman :) 

 En já ég ætla að láta þetta nægja í bili og kveð á A4 í hollandi....

og meðan ég man.. Maður dagsins er Rúnar Ingi... hann er víst 25 í dag.. til lukku með krukku..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband