Á Lífi... og búinn að hafa gaman...

jæja góðan daginn þeir sem lesa þetta ennþá :)

 

En já síðustu dagar eru búnir að vera aldeilis magnaðir, þannig er að vinur minn hann Felix frá þýskalandi er staddur á landinu.. og hitti ég hann á akureyri síðustu helgi... þar djömmuðum við 2 kvöld... Kaffi Akureyri á föstudagskvöldinu og Sjallinn á laugardeginum... 

á Sunnudeginum var svo haldið á túrista slóðir... byrjað var á Goðafossi, svo Dimmuborgum, hverfell, Krafla, jarðböðin skoðuð og svo hverirnir þar sem vondaliktin er :) eftir það var svo brunað í Ásbyrgi þar sem var slegið upp tjaldi.. og grillað með þeim skvísum Rósu og Heiðu sem við hittum á akureyri...

Mánudagurinn var svo heldur betur góður, pökkuðum saman um 10, og lögðum í hann inn í botntjörn, sem er bara hinn fínasti staður, teknar nokkrar myndir og svo var haldið af stað til að finna Hljóðakletta, vegurinn þangað var nú ekki upp á marga fiska..  Tókum klukkutíma labb í kringum klettana.. og svo var haldið á leið að Dettifossi sem ég held að sé ein fallegasta perla sem við eigum. en vegurinn var bara verri ... hélt að bíllinn ætlaði að hrynja í sundur.

eftir goðafoss og nokkuð margar og blautar myndir var komið að kveðjustund við stelpurnar, þær fóru húsavíkurleiðina(held út af reðursafninu :) ) en við ákváðum að finna stiðsttu leið á malbik... og brunuðum á Eskifjörð í mat til guðnýjar systur...  kvöldið fór svo í smá rúnt um fjörðinn fagra og fá lánaðan hjálm og fjórhjól handa Felix.. Takk Nikki þú ert öðlingur....

Vöknuðum á þriðjudeginum um kl 10 og græjuðum okkur, fylltum á hjólin og fengum okkur SS pulsu.. rækjusamloku í nesti og svo var haldið af stað í einn skemmtilegasta dag sem ég hef upplifað lengi... geystum fákunum út fjörðinn og upp Vöðlavíkurheiði og niður í víkina.. út á sand og vá hvað var gaman að spýta um þar... prjóna og spóla :)

stoppuðum svo við sæluhúsið og snæddum nesti.. síða brunuðum við yfir í viðfjörð, sýndum honum hvar viðfjarðaskotta var mynduð á sínum tíma og fórum út að bryggjunni...  síðan var haldið til baka og stoppað til að taka myndir hér og þar, jú þetta var nú túrista ferð fyrir Felix :) þegar við komum svo niður af heiðinni var farið út á kalskála.. stoppað þar og snætt nesti... teknar myndir....

Brunuðum svo inn fjörð og stoppuðum við Helgustaðarnámuna... fórum inn í hana og tókum myndir... og ræddum um námuna og sögðum honum soldið frá henni...

enduðum svo á að fylla upp bensín og þrífa :)  Vakti nú furðu mína á því að við dældum 14 lítrum á 3 hjól eftir að hafa djöflast frá 11 til 17..

 

Kláruðum svo daginn með því að fara og skjóta á nokkrar flöskur :) til að fá smá kikk í þetta :) og svo var sturtað og í mat til systu...

 

Felix vildi svo koma á framfærum þökkum til:   Nikka fyrir fjórhjólið, Guðjóni Arnari fyrir Gallann, Einari og Guðbjörgu fyrir Hjálminn og hleðslutækið. Og Björgvini fyrir samveruna, Guðnýju fyrir matinn :) mömmu og pabba fyrir gistinguna.  Og mér fyrir að vera besti túrgæt í heimi :) ekkert smá hrós..

hérna má svo sjá myndir af ferðini :)

http://kristjanr.blog.is/album/Turistamyndir/

yfir og út... Kristján R


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Kristján....

Takk fyrir skemmtilega helgi fyrir norðan :)

Kveðja Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband