22.6.2006 | 02:19
Ferðasaga 2 - London til Kuala Lumpur
Jæja þá kemur loksins sagan frá london... þar sem ég gat ekki bloggað í gær í djöfulsins andskotans helvítis tölvunum i kuala lumpur.. en nó um blótið....
Kom til London um kl 21 og rauk í gegnum flugstöðina þar með hjálp mans að nafni pálmi að mig mynnir... og niður í standsted-express lestina þar sem haldið var á Totenam-eitthvað og þar tekin undergrondið á Hibury-islington og þar tók atli við að lóðsamig yfir ljósin og til hægri og aftur til hægri ... hehe var kominn til hans fyrir 22...
Vaknaði svo snemma og skelti mér á netið og sonna áður en haldið var niður í vinnu til Atla að ná í miðana og skoða hvað kappinn er að gera þarna í london... En var nú ekkert alveg að ratat frá heimili hans og ætlaði aldrey að finna hvar undergrondið var.. labbaði fram og til baka og altaf framhjá því :( en svo tókst mér að kaupa miða í einhverjum helvítis sjálfsala.. ... og hélt sem leið lá til atla... ætlaði nú ekki að finna rétta útganginn en það hafðist...hitti tyrkneskan strák í undergrondinu sem var viltur og hann spurði mig til vegar... við vorum á BANK og han var að leita hvaða lest ætti að taka á Liverpool street stasion.... því hann ætlaði að fara að skoða Anfilde heima völl liverpool.. heheheh ég sagði honum að taka rauðu lestina en var ekkert að leiðrétta hann með það að hann væri nú í vitlausri borg til að finna Anfilde
Eftri að hafa farið frá atla lá leiðin niður á Oxfordstreet.. og ráfaði ég um þar í einhvern tíma, fékk mér McDonalds.. og fór svo með lest niður á Picadelly cirkul.. svo ég gæti tekið lest þaðan á hitrow.. hélt ég væri nú vel tímanlega í því en svo þegar ég var kominn að því að inrita mig en þá var kall sem spurði mig í hvor fluginu ég væri og þega ég sagði 21 fluginu þá var ég tekinn framfyrir röð og intiraður í kvelli og sagt að hunskast í hlið 37... þá sá ég á miðanum að ég var að verða of seinn svo ég með minni frekju og kurteysi ruddist framfyir í vopnaleitini og hljóp í hliðið í gegnum fríhöfnina sem ég ætlaði svo að skoða... og þegar ég kom spurði stelpan hvort ég hafi verið að hlaupa :) og sagði svo bara... en þú náðir þó... kom 2 mínútum fyrir lokun,,,,
Svo tók við 12 tíma flug sem gekk bara mjög vel, náði að sofa helling.. horfa á 2 myndir.. big mama2 og matagaskar...
kv Kristján R
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.