31.5.2006 | 17:59
Jæja...
Góðan daginn
Jæja þá ætla ég að starta nýju bloggi, tilgangurinn ern nú bara sá að ég er að fara að ferðast, þann 19 júni held ég úr landi. Fyrsti áfangastaður er London, þar mun ég dvelja yfir nótt og eiða svo deginum eftir í bænum, ætla að fara niður á pikkadelli og Oxfordstreet, svona umm úr 19 að staðartíma mun ég taka lestina upp á Heatrow og um kl 21:30 tek ég á loft í flug með Boling 747, sem tekur um 400 farþega :) 2 hæðir og allur lúxus. Enda ekki vanþörf á því þar mun ég dvelja í 12 tíma og 40 mínútur.... en þá verð ég lentur í Kuala Lumpur.. sem er flott borg... veit ekki hvort ég fari inn í borgina, held að það verði bara vesen..... hef einhverja 6 tíma þar til að eyða og verða þeir öruglega nýttir í blogg og eitthvað annað... því svo heldur ferðin áfram :) næsta er það boling777 ,sem er samt sem áður minni en 747, sem ber mig um loftin í rúma 6 tíma.. en þá verð ég lentur á áfanga stað sem er Adelaid í Ástralíu.. jam kallinn sagði Ástralíu :) Þegar þangað verður komið er klukkan 6 að morgni 22júni sen þá er hún bara að nálgast 21 að kvöldi 21 hjá ykkur lesendur :)
Það besta við þetta ferðalag mitt er að ég er einungis búinn að kaupa miða út :) þannig að það verður bara að ráðast hvenar ég sný heim og hvaða leið ég kem heim... en stefnan er að ferðast sem mest á leiðini upp heimin... og enda á spáni eða einhverstaðar þar sem verður sól :)
En meyra seinna
Kv Kristján R
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)