26.10.2007 | 07:53
Góðan daginn allir..
jæaja berst að láta vita af sér aðeins.. núna eru 2 vikur að baki í hollandi, tíminn hefur verið fljótur að líða... óþarflega miklar upplýsingar um beljur eru að sýjast inn í hausinn á manni... eitthvað sem maður vildi svo sem ekkert vita... en svona er þetta nú... próf framundan eftir svona 3 tíma eða svo...
Seinustu helgi var ég í Amsterdam, nánartiltekið í rauðahverfinu, eyddi smá stund þar, því jú hostelið sem ég var á var einmitt í rauðahverfinu, tek það fram að ég vissi það ekki þegar ég bókaði á netinu... sá bara að það var stutt frá lestar stöðinni og nálægt miðbænum... og hvað vill maður meyra en það....... kom mér á óvart hvað Amsterdam er frjálsleg.. það virðist alt vera leyfilegt.... alt frá því að fara inn um glugga til vændiskonu, frá því að selja Spacecake.... jónur og hvað sem þú vildir... í rauðahverfinu eru svo svona 100 kynlífs hjálpatækja og dvd búðir og auðvita asnaðist maður aðeins inn að skoða... þetta voru alt frá bara grínbúðum upp í hörðustu sadó masó búðum..... vissi það ekki fyrir en rak nú augun í allskonar viðbjóðs efni á dvd þarna... eitthvað sem saklausar sálir frá íslandi skilja ekki.. ætla ekki að nefna neitt hérna enda gæti það haft áhrif á ungar sálir...
en jam núna er dvöl mín í maassulis west á enda í bili og í kvöld liggur leiðin til Barcelona... til að hitta vinnufélagana á árshátíð Vélaborgar ....
Þangað til næst... adios
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 19:42
Jæja... höldum aðeins áframmm
Daginn allir... nú er maður loksins að venjast þessu... vakna um kl 5 að íslenskum tíma og sofa svona un 9 að kvöldi... tíma mismunurinn er 2 tímar og smá tíma að venjast...... nú er ég staddur er gestahúsi LELY sem hýsir 6 mans í rúm... 2 og 2 saman í herbegi.. mjög flott hér.. morgunmatur frá 6:30 til 8.. og búið um rúmið fyrir mann... er hægt að hafa það betra...
dagurinn er annars þannig að maur situr á rasgatinu og hlustar á tungumál sem maður valla skilur... þar að segja HOLL-Ensku... semsagt hollending að tala ensku... ég sem hélt að ég væri slæmur hehe
hérna í gesthúsinu er ein eldgömul tölva sem hefur svona dial inn drasl internet.. svo maður er að verða brjálaður hvað það er hægvirkt......
í dag vorum við í heimsókn hjá Atlas Copco sem framleiðir loftpressunar fyrir lely róbótana.. þar var fyrirlesturinn mest á hollensku og litilli ensku.. svo maður svar mestan partinn... eða svona dottaði smá .. enda skildi maður ekki neitt... fáum fyrirlesturinn á CD seinna og þá á ensku...
Um helgina er ég búinn að bóka hostel í Amsterdam.. allir aðrir eru að fara heim til sín svo ég verð að gera eitthvað.... svo það verður bara gaman að sjá hvernig helgin verður í amstedam... sveppir gras og læti..l eða kannski ekki hehe
en það er best að enda þetta hér og skella sér niður í stofu og drekka bjór með strákunum.....
kveðja frá Hollandi Kristján
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2007 | 15:14
Þetta þýðir að það er eithvað að gerast :) Já ég er staddur í Hollandi
jæja langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér inn.. en næstu daga dvel ég í Hollandi... Landi villtra meyja og ofskynjunarsveppa.. fer víst hver að verða síðastur að meiga kaupa þá hér löglega.. hehe
En já að ferðinni aðeins.. kom hingað í morgun og er staddur á A4 4stjörnu hóteli rétt hjá schipphol flugvelli.. á morgun mánudag kemur svo einhver Rik van der Tool að sækja mig á þetta hótel og þá fer ég víst eitthvað út í sveit... jam skemmtilegt að ég sagði sveit.. því eins og frægur maður sagði í ónefndri mynd " Daníel, eigum við ekki að láta landbúnaðinn njóta krafta okkar um skeið?" og ætla ég að svara þessu játandi.. :) Tilgangur minn hér í hollandi er að læra að mjólka kýr... já þið lásuð rétt... mjólka.... en ég ætla ekki að nota gömlu mjaltavélarnar sem reyndust illa í Kongó... heldur er ég að fara að læra á Robot... mjólkur róbót sem hefur reynst vel um alla heim... hann er frá fyrirtæki sem heitir LELY og er hollenskt... þannig að næstu 2 vikur verð ég í skítnum hehe nei segi svona það eru víst engar kýr í verksmiðjunni... :) svo 25 okt fer ég til Barcelona þar sem ég hiti fyrir creewið hjá vélaborg og slæst í för með þeim á árshátiðna... mikið gaman :)
En já ég ætla að láta þetta nægja í bili og kveð á A4 í hollandi....
og meðan ég man.. Maður dagsins er Rúnar Ingi... hann er víst 25 í dag.. til lukku með krukku..
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)